Nítján milljónir barna á vergangi í heimalandi sínu vegna átaka Heimsljós 5. maí 2020 15:54 UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag. Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Lost at Home“, skoðar hættur og áskoranir sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF. „Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“ Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar. Samkvæmt skýrslu UNICEF þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag. Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Lost at Home“, skoðar hættur og áskoranir sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF. „Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“ Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar. Samkvæmt skýrslu UNICEF þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent