Hlöðuþak losnaði og gróðurhús brotnaði í storminum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2020 13:03 Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru á þriðja tug vegna suðvestan stormsins sem geisaði fram eftir nóttu. Sveinn Arnarsson, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra og fyrrverandi blaðamaður, var frekar leiður þegar hann tók eftir því að eftirlætis tréð hans, myndarlegur heggur sem stóð fyrir utan húsið hans, hefði kubbast í sundur í storminum. Sveinn Arnarsson Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir. Akureyri Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir.
Akureyri Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira