Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14