Forveri Ólafs í starfi tilkynnti honum um titilinn: „Engan veginn viss þegar það var flautað af“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 15:00 Það tók Ólaf smástund að ná áttum en svo fagnaði hann vel og lengi með lærisveinum sínum enda Breiðablik að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í karlaflokki, og þann eina enn í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00
Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00
Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00