Nýjustu reglurnar líklega afnumdar fyrst Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 18:55 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannasleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannasleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54