Berbatov þvertekur fyrir leti Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:00 Dimitar Berbatov var ekki alltaf á fullri ferð en hann kunni að skora mörk. vísir/getty Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira