Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:40 Súdanskar konur mótmæla stöðu kvenna í Kartúm. EPA/MORWAN ALI Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989. Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989.
Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37