Segir Tyrki ekki lengur munu stöðva sýrlenska flóttamenn á leið til Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 11:31 Á landamærum Tyrklands og Grikklands í Pazarkule. AP/Ergin Yildiz Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu. Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu.
Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45