Leit lögreglu í Kópavogi hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 20:07 Lögreglumenn við leit í kvöld. Vísir/Vilhelm Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira