Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 17:21 Alþingi í dag. Fámennt í þingsal vegna sóttvarna. Vísir/Vilhelm Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín. Lögreglan Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín.
Lögreglan Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira