Ungmenni geta ekki beðið Valgerður Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2020 17:06 Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun