Öllum 152 sagt upp hjá Arctic Adventures Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 16:03 Úr kynningarefni Arctic Adventures. Artic Adventures Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08