Úr vörn í sókn! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2020 07:00 Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, er samfélagið okkar og heimurinn allur að takast á við afleiðingar af þeirri erfiðu stöðu sem nú ríkir og sér ekki almennilega fyrir endann á. Ég leyfi mér að nota þá klisju sem við heyrum gjarnan í umræðunni um að nú séu uppi „fordæmalausir tímar.“ En þó orsökin sé fordæmalaus á okkar tímum eru afleiðingarnar þekktar. Þar getum við lært af mistökum eins og gerð voru í hruninu en þar voru gerð óafsakanleg mistök með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin og kaupmáttinn. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í dag er að verja hlut launafólks og tryggja að aðgerðir stjórnvalda verði ekki eingöngu á forsendum fjármagns og fyrirtækja heldur nái líka yfir lífskjör almennings til lengri og skemmri tíma. Margar ákvarðanir sem teknar eru í dag geta mótað tilveru okkar fyrir lífstíð og er því mikilvægt að við séum beinir þátttakendur í þeirri vinnu og að samráðið sé sem víðtækast. Hlutverk okkar er einnig að vinna úr þeim breytingum sem verða á vinnumarkaði til framtíðar þar sem þróunin hefur tekið langstökk á örstuttum tíma. Þar verður verkalýðshreyfingin að taka sér stöðu í fremstu röð og tryggja að þær breytingar verði á forsendum launafólks. Það er gríðarlega mikilvægt að við setjumst niður og förum yfir skrefin sem þarf að taka til að tryggja að launafólk og vinnumarkaðurinn verði ekki skilinn eftir: Vörnin Að öllum markmiðum Lífskjarasamningsins verði náð fyrir haustið. Seðlabankinn noti sinn forða til að halda genginu stöðugu með gjaldeyrisforða eða höftum. Opið og upplýst almenningi hverjir eru að kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi. Frysta verði vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á lánum og leigusamningum þannig að eignir landsmanna og kaupmáttur brenni ekki upp. Að tekin verði ákveðin skref í að afnema verðtryggingu neytendalána. Að fjármálafyrirtæki og stofnanir skili vaxtalækkunum og lækkun á bankaskatti til neytenda. Beinar greiðslur í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðningur verði aukinn. Hækka greiðslur til lífeyrisþega og lækka skerðingar. Að fasteignagjöld, leikskólagjöld og fæðiskostnaður skólabarna verði felld niður hjá foreldrum barna sem eru atvinnulausir að hluta eða öllu leyti. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og möguleiki að vera á þeim í 6 mánuði eða lengur og viðmiðunartímabil varðandi tekjur verði útvíkkað. Stórauka þjónustu og stuðning við atvinnuleitendur í mennta- og fræðslumálum og sálgæslu. Allur stuðningur hins opinbera við fyrirtæki verði þeim kvöðum háð að þau vinni ekki gegn samfélagslegum gildum og hagsmunum almennings. Sóknin Hlutdeildarlánum verði komið á sem fyrst til að styðja við fyrstu kaupendur og jaðarsetta hópa á húsnæðismarkaði með stórfelldri uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Aukin verði stofnframlög í almenna íbúðakerfið. Opnað fyrir inngöngu í framhalds- og háskóla og á lánamöguleika og styrki í gegnum LÍN og verðtrygging námslána verði felld niður eða þeim breytt í styrk. Stórauka og flýta innviðauppbyggingu sem ríkið þarf hvort sem er að standa undir svo sem á aðstöðu við náttúruperlur á stígum og vegakerfi. „Allir vinna“ átakið verði útvíkkað enn frekar. Fyrirtækjalýðræði verði komið á með lögum þar sem starfsfólki er tryggt sæti í stjórnum fyrirtækja. Heildarendurskoðun á skattkerfinu með aukinn jöfnuð að leiðarljósi. Starfsmönnum fyrirtækja verði boðið að taka þau yfir fari þau í þrot. Efla eftirlit með skattaundanskotum og færslu fjármuna til aflandseyja og að fjármunir úr skattaskjólum verði ekki gjaldgengir í íslensku hagkerfi. Endurskoðun á auðlindastefnu þjóðarinnar og tryggja eignarhald almennings til framtíðar. Hefja vinnu við endurskoðun á lífeyris- og almannatryggingakerfinu og hefja umræðu um óskerta framfærslu. Þjóðarátak í nýsköpun með áherslu, hagsmuni og velferð launafólks og umhverfismál að leiðarljósi. Þó listinn sé langur er hann framkvæmanlegur og tilkostnaður þyrfti ekki að vera mikill því hann gæti gefið heilmikið ef forgangsröðunin er rétt. Það er þó ljóst að ekkert af þessu mun koma átakalaust upp í hendurnar á okkur en reynslan sýnir að berjast þarf með kjafti og klóm til að ná minnstu hagsmunamálum almennings í gegnum kerfið á meðan frumvörp og afregluvæðing er snúa að hagsmunum fjárvaldsins rúlla í gegnum ráðuneyti og Alþingi eins og gegnumtrekkur! En höfum við samningsstöðu til að ná þessu fram? Ef stjórnvöld og atvinnulífið halda því fram að aðgerðir sem undanskilja almenning hafi ekki afleiðingar þá er það mikill misskilningur. Búsáhaldarbyltingin er ágætis dæmi um það. Þar var fólkið skilið eftir og verkalýðshreyfingin sat með hendur í skauti á hliðarlínunni á meðan fólkinu var fórnað fyrir fjármálakerfið. Sú breyting sem hefur orðið að undanförnu er að verkalýðshreyfingin er ekki á hliðarlínunni lengur og situr svo sannarlega ekki með hendur í skauti. Hún er að vígbúast. Og ef stjórnvöld vilja aðra búsáhaldarbyltingu þá verður hún með þátttöku verkalýðshreyfingarinnar sem bakland. Það mun ekki standa á okkur. Þótt hreyfingin virðist sundurleit í dag er það vegna þess að við erum ekki sammála um leiðir að sama markmiði. En er það slæmt? Nei, ekki endilega því betra er að virkja ólík öfl og ólík sjónarmið í stað þess að sætta þau í kringum lægsta samnefnarann eða aðgerðarleysi eins og við þekkjum svo vel úr stjórnmálunum. Þetta sýnir hversu mikið hjarta og tilfinningar er í hreyfingunni. Við getum ekki sætt okkur við það að fámennur hópur í stjórnarráðinu taki allar ákvarðanir í þessu ástandi einn og óstuddur. Við munum ekki sætta okkur við það. Það gengur ekki heldur fyrir samfélagið að það bíði með hjartað í buxunum eftir aðgerðarpökkum sem hagsmunaaðilar og stjórnarandstaðan keppast svo við að skjóta í kaf. Það er ekki á bætandi á þá miklu óvissu sem framundan er. Þessum vinnubrögðum verður að breyta ef einhver möguleiki er á sáttum. Að öðrum kosti munu stjórnvöld fá hreyfinguna og almenning í fangið. Það verður ekki öfundsvert veganesti inn í kosningaárið. Næstu ár verða ár mikilla breytinga þar sem endurskoða þarf grunnkerfin okkar og vinnumarkað. Það verður ekki gert án aðkomu eða forsendna verkalýðshreyfingarinnar. Það er því ljóst að verkefnin sem verkalýðshreyfingin þarf að ráðast í á næstu misserum eru æði mörg og því ágætt á degi eins og í dag að minnast þeirra sem á undan hafa komið og rutt brautina. Við höldum 1. maí í ár hátíðlegan í skugga veirunnar en dagurinn verður töluvert öðruvísi en við höfum vanist enda engir baráttufundir og kröfugöngur og mun þetta vera í fyrsta sinn í sögunni sem slíkum viðburðum er aflýst. Það hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða upp á skemmti- og baráttudagskrá í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending kl. 19.40. Að þessari dagskrá standa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ. Ég hvet félagsmenn til að fylgjast með og hugsa til baráttunnar og forvera okkar sem stóðu sig og börðust fyrir réttindum sem við njótum á vinnumarkaðnum í dag. Að lokum vil ég segja við ykkur kæru félagsmenn á baráttudeginum okkar allra; ekki láta deigan síga, nú verðum við öll að standa saman, það er til mikils að vinna! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, er samfélagið okkar og heimurinn allur að takast á við afleiðingar af þeirri erfiðu stöðu sem nú ríkir og sér ekki almennilega fyrir endann á. Ég leyfi mér að nota þá klisju sem við heyrum gjarnan í umræðunni um að nú séu uppi „fordæmalausir tímar.“ En þó orsökin sé fordæmalaus á okkar tímum eru afleiðingarnar þekktar. Þar getum við lært af mistökum eins og gerð voru í hruninu en þar voru gerð óafsakanleg mistök með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin og kaupmáttinn. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í dag er að verja hlut launafólks og tryggja að aðgerðir stjórnvalda verði ekki eingöngu á forsendum fjármagns og fyrirtækja heldur nái líka yfir lífskjör almennings til lengri og skemmri tíma. Margar ákvarðanir sem teknar eru í dag geta mótað tilveru okkar fyrir lífstíð og er því mikilvægt að við séum beinir þátttakendur í þeirri vinnu og að samráðið sé sem víðtækast. Hlutverk okkar er einnig að vinna úr þeim breytingum sem verða á vinnumarkaði til framtíðar þar sem þróunin hefur tekið langstökk á örstuttum tíma. Þar verður verkalýðshreyfingin að taka sér stöðu í fremstu röð og tryggja að þær breytingar verði á forsendum launafólks. Það er gríðarlega mikilvægt að við setjumst niður og förum yfir skrefin sem þarf að taka til að tryggja að launafólk og vinnumarkaðurinn verði ekki skilinn eftir: Vörnin Að öllum markmiðum Lífskjarasamningsins verði náð fyrir haustið. Seðlabankinn noti sinn forða til að halda genginu stöðugu með gjaldeyrisforða eða höftum. Opið og upplýst almenningi hverjir eru að kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi. Frysta verði vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á lánum og leigusamningum þannig að eignir landsmanna og kaupmáttur brenni ekki upp. Að tekin verði ákveðin skref í að afnema verðtryggingu neytendalána. Að fjármálafyrirtæki og stofnanir skili vaxtalækkunum og lækkun á bankaskatti til neytenda. Beinar greiðslur í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðningur verði aukinn. Hækka greiðslur til lífeyrisþega og lækka skerðingar. Að fasteignagjöld, leikskólagjöld og fæðiskostnaður skólabarna verði felld niður hjá foreldrum barna sem eru atvinnulausir að hluta eða öllu leyti. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og möguleiki að vera á þeim í 6 mánuði eða lengur og viðmiðunartímabil varðandi tekjur verði útvíkkað. Stórauka þjónustu og stuðning við atvinnuleitendur í mennta- og fræðslumálum og sálgæslu. Allur stuðningur hins opinbera við fyrirtæki verði þeim kvöðum háð að þau vinni ekki gegn samfélagslegum gildum og hagsmunum almennings. Sóknin Hlutdeildarlánum verði komið á sem fyrst til að styðja við fyrstu kaupendur og jaðarsetta hópa á húsnæðismarkaði með stórfelldri uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Aukin verði stofnframlög í almenna íbúðakerfið. Opnað fyrir inngöngu í framhalds- og háskóla og á lánamöguleika og styrki í gegnum LÍN og verðtrygging námslána verði felld niður eða þeim breytt í styrk. Stórauka og flýta innviðauppbyggingu sem ríkið þarf hvort sem er að standa undir svo sem á aðstöðu við náttúruperlur á stígum og vegakerfi. „Allir vinna“ átakið verði útvíkkað enn frekar. Fyrirtækjalýðræði verði komið á með lögum þar sem starfsfólki er tryggt sæti í stjórnum fyrirtækja. Heildarendurskoðun á skattkerfinu með aukinn jöfnuð að leiðarljósi. Starfsmönnum fyrirtækja verði boðið að taka þau yfir fari þau í þrot. Efla eftirlit með skattaundanskotum og færslu fjármuna til aflandseyja og að fjármunir úr skattaskjólum verði ekki gjaldgengir í íslensku hagkerfi. Endurskoðun á auðlindastefnu þjóðarinnar og tryggja eignarhald almennings til framtíðar. Hefja vinnu við endurskoðun á lífeyris- og almannatryggingakerfinu og hefja umræðu um óskerta framfærslu. Þjóðarátak í nýsköpun með áherslu, hagsmuni og velferð launafólks og umhverfismál að leiðarljósi. Þó listinn sé langur er hann framkvæmanlegur og tilkostnaður þyrfti ekki að vera mikill því hann gæti gefið heilmikið ef forgangsröðunin er rétt. Það er þó ljóst að ekkert af þessu mun koma átakalaust upp í hendurnar á okkur en reynslan sýnir að berjast þarf með kjafti og klóm til að ná minnstu hagsmunamálum almennings í gegnum kerfið á meðan frumvörp og afregluvæðing er snúa að hagsmunum fjárvaldsins rúlla í gegnum ráðuneyti og Alþingi eins og gegnumtrekkur! En höfum við samningsstöðu til að ná þessu fram? Ef stjórnvöld og atvinnulífið halda því fram að aðgerðir sem undanskilja almenning hafi ekki afleiðingar þá er það mikill misskilningur. Búsáhaldarbyltingin er ágætis dæmi um það. Þar var fólkið skilið eftir og verkalýðshreyfingin sat með hendur í skauti á hliðarlínunni á meðan fólkinu var fórnað fyrir fjármálakerfið. Sú breyting sem hefur orðið að undanförnu er að verkalýðshreyfingin er ekki á hliðarlínunni lengur og situr svo sannarlega ekki með hendur í skauti. Hún er að vígbúast. Og ef stjórnvöld vilja aðra búsáhaldarbyltingu þá verður hún með þátttöku verkalýðshreyfingarinnar sem bakland. Það mun ekki standa á okkur. Þótt hreyfingin virðist sundurleit í dag er það vegna þess að við erum ekki sammála um leiðir að sama markmiði. En er það slæmt? Nei, ekki endilega því betra er að virkja ólík öfl og ólík sjónarmið í stað þess að sætta þau í kringum lægsta samnefnarann eða aðgerðarleysi eins og við þekkjum svo vel úr stjórnmálunum. Þetta sýnir hversu mikið hjarta og tilfinningar er í hreyfingunni. Við getum ekki sætt okkur við það að fámennur hópur í stjórnarráðinu taki allar ákvarðanir í þessu ástandi einn og óstuddur. Við munum ekki sætta okkur við það. Það gengur ekki heldur fyrir samfélagið að það bíði með hjartað í buxunum eftir aðgerðarpökkum sem hagsmunaaðilar og stjórnarandstaðan keppast svo við að skjóta í kaf. Það er ekki á bætandi á þá miklu óvissu sem framundan er. Þessum vinnubrögðum verður að breyta ef einhver möguleiki er á sáttum. Að öðrum kosti munu stjórnvöld fá hreyfinguna og almenning í fangið. Það verður ekki öfundsvert veganesti inn í kosningaárið. Næstu ár verða ár mikilla breytinga þar sem endurskoða þarf grunnkerfin okkar og vinnumarkað. Það verður ekki gert án aðkomu eða forsendna verkalýðshreyfingarinnar. Það er því ljóst að verkefnin sem verkalýðshreyfingin þarf að ráðast í á næstu misserum eru æði mörg og því ágætt á degi eins og í dag að minnast þeirra sem á undan hafa komið og rutt brautina. Við höldum 1. maí í ár hátíðlegan í skugga veirunnar en dagurinn verður töluvert öðruvísi en við höfum vanist enda engir baráttufundir og kröfugöngur og mun þetta vera í fyrsta sinn í sögunni sem slíkum viðburðum er aflýst. Það hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða upp á skemmti- og baráttudagskrá í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending kl. 19.40. Að þessari dagskrá standa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ. Ég hvet félagsmenn til að fylgjast með og hugsa til baráttunnar og forvera okkar sem stóðu sig og börðust fyrir réttindum sem við njótum á vinnumarkaðnum í dag. Að lokum vil ég segja við ykkur kæru félagsmenn á baráttudeginum okkar allra; ekki láta deigan síga, nú verðum við öll að standa saman, það er til mikils að vinna! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar