Stjórn Liverpool hló að fréttum um að Mane sé á leið til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:30 Sadio Mane er ekki á förum frá Liverpool samkvæmt frétt hjá The Athletic. vísir/getty Sadio Mané hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid síðustu vikurnar en stjórnarmenn Liverpool hafa enga trú á því að Senegalinn vilji yfirgefa Liverpool. Það hefur verið svolítið streituvaldandi að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var leik í deildinni frestað þegar liðið var komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn og svo hafa erlendir miðlar verið að orða stjörnur Liverpool liðsins við stórlið á Spáni. Liverpool chiefs' response after Sadio Mane linked with Real Madrid transferhttps://t.co/1rXKWIIfVW pic.twitter.com/9gD4a3ioVc— Mirror Football (@MirrorFootball) April 2, 2020 Nú geta stuðningsmenn Liverpool andað aðeins léttar. Það lítur reyndar ekki út að þeir verði krýndir enskir meistarar í bráð en slúðrið um Sadio Mané og Mo Salah virðist aðeins hafa verið innihaldslaust slúður. Stjórnarmenn Liverpool hafa nefnilega engar áhyggjur af því að Sadio Mané vilji komist til Real Madrid eins og hefur verið skrifað mikið um. Þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic. Blaðamaður The Athletic komst í samband við ónefndan stjórnarmann í Liverpool og fékk að vita það hver viðbrögð hennar voru við þessum fréttum af Mané og Real Madrid. UEFA announcement boost for #LFC Sterling, Mane rumours rubbished Transfer market masters Werner team-mate sends messageIt's the Morning Bulletin podcast with @PaulWheelock and @MattAddison97 https://t.co/V2ib1Es9WQ pic.twitter.com/TXChvhEsru— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 2, 2020 Zinedine Zidane er sagður vera mikill aðdáandi hins 28 ára gamla Senegala og það hefur ýtt undir sögusagnirnar. Stjórn Liverpool stendur hins vegar fast á sínu. Það kom fram í frétt The Athletic að Liverpool ætli ekki að selja Mané eða Mohamed Salah og að stjórnin hafi hreinlega hlegið að þessum fréttum um að þeir félagar væru á leið til Real Madrid eða Barcelona. Samningur Sadio Mane er til ársins 2023 en Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vill framlengja samninginn við hann. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Sadio Mané hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid síðustu vikurnar en stjórnarmenn Liverpool hafa enga trú á því að Senegalinn vilji yfirgefa Liverpool. Það hefur verið svolítið streituvaldandi að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var leik í deildinni frestað þegar liðið var komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn og svo hafa erlendir miðlar verið að orða stjörnur Liverpool liðsins við stórlið á Spáni. Liverpool chiefs' response after Sadio Mane linked with Real Madrid transferhttps://t.co/1rXKWIIfVW pic.twitter.com/9gD4a3ioVc— Mirror Football (@MirrorFootball) April 2, 2020 Nú geta stuðningsmenn Liverpool andað aðeins léttar. Það lítur reyndar ekki út að þeir verði krýndir enskir meistarar í bráð en slúðrið um Sadio Mané og Mo Salah virðist aðeins hafa verið innihaldslaust slúður. Stjórnarmenn Liverpool hafa nefnilega engar áhyggjur af því að Sadio Mané vilji komist til Real Madrid eins og hefur verið skrifað mikið um. Þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic. Blaðamaður The Athletic komst í samband við ónefndan stjórnarmann í Liverpool og fékk að vita það hver viðbrögð hennar voru við þessum fréttum af Mané og Real Madrid. UEFA announcement boost for #LFC Sterling, Mane rumours rubbished Transfer market masters Werner team-mate sends messageIt's the Morning Bulletin podcast with @PaulWheelock and @MattAddison97 https://t.co/V2ib1Es9WQ pic.twitter.com/TXChvhEsru— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 2, 2020 Zinedine Zidane er sagður vera mikill aðdáandi hins 28 ára gamla Senegala og það hefur ýtt undir sögusagnirnar. Stjórn Liverpool stendur hins vegar fast á sínu. Það kom fram í frétt The Athletic að Liverpool ætli ekki að selja Mané eða Mohamed Salah og að stjórnin hafi hreinlega hlegið að þessum fréttum um að þeir félagar væru á leið til Real Madrid eða Barcelona. Samningur Sadio Mane er til ársins 2023 en Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vill framlengja samninginn við hann.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira