Sadio Mané hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid síðustu vikurnar en stjórnarmenn Liverpool hafa enga trú á því að Senegalinn vilji yfirgefa Liverpool.
Það hefur verið svolítið streituvaldandi að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var leik í deildinni frestað þegar liðið var komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn og svo hafa erlendir miðlar verið að orða stjörnur Liverpool liðsins við stórlið á Spáni.
Liverpool chiefs' response after Sadio Mane linked with Real Madrid transferhttps://t.co/1rXKWIIfVW pic.twitter.com/9gD4a3ioVc
— Mirror Football (@MirrorFootball) April 2, 2020
Nú geta stuðningsmenn Liverpool andað aðeins léttar. Það lítur reyndar ekki út að þeir verði krýndir enskir meistarar í bráð en slúðrið um Sadio Mané og Mo Salah virðist aðeins hafa verið innihaldslaust slúður.
Stjórnarmenn Liverpool hafa nefnilega engar áhyggjur af því að Sadio Mané vilji komist til Real Madrid eins og hefur verið skrifað mikið um. Þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic.
Blaðamaður The Athletic komst í samband við ónefndan stjórnarmann í Liverpool og fékk að vita það hver viðbrögð hennar voru við þessum fréttum af Mané og Real Madrid.
UEFA announcement boost for #LFC
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 2, 2020
Sterling, Mane rumours rubbished
Transfer market masters
Werner team-mate sends message
It's the Morning Bulletin podcast with @PaulWheelock and @MattAddison97 https://t.co/V2ib1Es9WQ pic.twitter.com/TXChvhEsru
Zinedine Zidane er sagður vera mikill aðdáandi hins 28 ára gamla Senegala og það hefur ýtt undir sögusagnirnar. Stjórn Liverpool stendur hins vegar fast á sínu.
Það kom fram í frétt The Athletic að Liverpool ætli ekki að selja Mané eða Mohamed Salah og að stjórnin hafi hreinlega hlegið að þessum fréttum um að þeir félagar væru á leið til Real Madrid eða Barcelona.
Samningur Sadio Mane er til ársins 2023 en Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vill framlengja samninginn við hann.