Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 10:00 Jón Arnór Stefánsson í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann og Ríkharð Óskar Guðnason fóru yfir sviðið en það gæti farið sem svo að Jón Arnór hafi spilað sinn síðasta körfuboltaleik. Jón Arnór var spurður út í ákvörðun KKÍ um að blása tímabilið af og hvernig sú ákvörðun hefði litið út fyrir honum. „Alls ekki. Það má segja að nostradamusinn í þessu hafi verið Brynjar Þór Björnsson. Þeir hefðu mátt blása mótið af fyrr en ég er enginn sérfræðingur um þetta. Þessi veira var ekki svo langt á veg komin þegar við spiluðum þessa tvo leiki gegn Stjörnunni og Val. Svona eftir á að hyggja hefði mátt blása þetta af fyrr,“ sagði Jón Arnór. Hamarsmenn sátu eftir með sárt ennið og án þess að hafa velt sér mikið upp úr þessu sagði Jón Arnór að hann hefði núllað tímabilið bara út. „Það er mjög erfitt að skilja einhver lið eftir og mjög ósanngjarnt ef maður horfir á það þannig en ég hefði viljað þá strika þetta tímabil út og hefja nýtt á næsta ári með sömu deild. Jafnvel fjölga liðum, ég veit það ekki.“ „Ég hef ekki mikið verið að spá í þessu persónulega og hef ekki miklar skoðanir á þessu en mér hefði fundist það vera sanngjarnast að strika þetta bara út og byrja nýtt á næsta tímabili. En það er erfitt að vera hér og stúdera þetta og þetta er erfið ákvörðun. Ég skil Hannes og co. að þeir hafi þurft að draga línurnar einhversstaðar og maður ber virðingu fyrir því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um ákvörðun KKÍ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann og Ríkharð Óskar Guðnason fóru yfir sviðið en það gæti farið sem svo að Jón Arnór hafi spilað sinn síðasta körfuboltaleik. Jón Arnór var spurður út í ákvörðun KKÍ um að blása tímabilið af og hvernig sú ákvörðun hefði litið út fyrir honum. „Alls ekki. Það má segja að nostradamusinn í þessu hafi verið Brynjar Þór Björnsson. Þeir hefðu mátt blása mótið af fyrr en ég er enginn sérfræðingur um þetta. Þessi veira var ekki svo langt á veg komin þegar við spiluðum þessa tvo leiki gegn Stjörnunni og Val. Svona eftir á að hyggja hefði mátt blása þetta af fyrr,“ sagði Jón Arnór. Hamarsmenn sátu eftir með sárt ennið og án þess að hafa velt sér mikið upp úr þessu sagði Jón Arnór að hann hefði núllað tímabilið bara út. „Það er mjög erfitt að skilja einhver lið eftir og mjög ósanngjarnt ef maður horfir á það þannig en ég hefði viljað þá strika þetta tímabil út og hefja nýtt á næsta ári með sömu deild. Jafnvel fjölga liðum, ég veit það ekki.“ „Ég hef ekki mikið verið að spá í þessu persónulega og hef ekki miklar skoðanir á þessu en mér hefði fundist það vera sanngjarnast að strika þetta bara út og byrja nýtt á næsta tímabili. En það er erfitt að vera hér og stúdera þetta og þetta er erfið ákvörðun. Ég skil Hannes og co. að þeir hafi þurft að draga línurnar einhversstaðar og maður ber virðingu fyrir því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um ákvörðun KKÍ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira