Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 20:02 Það styttist í að Óskar Örn Hauksson og félagar í KR geti hafið titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni. Myndin tengist fréttinni óbeint. VÍSIR/BÁRA Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira