„Það er eitt fyndið við kórónaveiruna“ Eva Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2020 12:30 Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun