Var settur í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:30 Guðmundur Torfason með gullskóinn á forsíðu bókarinnar Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson sem kom út eftir 1986 tímabilið þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram og jafnaði með því markametið í efstu deild. Mynd/Mörk og sætir sigrar Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira