Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. vísir/vilhelm Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku. Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku.
Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira