Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 10:52 Jón Steinar í réttarsal. visir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu.
Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent