Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 10:52 Jón Steinar í réttarsal. visir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Dómsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu.
Dómsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira