Tveggja metra reglan verði almennt viðmið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 14:58 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44
Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07
Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25