Var í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte en valdi fótboltann fram yfir tónlistina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 22:00 Guðmundur Torfason ásamt Pétri Péturssyni. Þeir deila markametinu í efstu deild á Íslandi ásamt Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni. Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti