Segir að handboltanum sé stjórnað af fólki sem veit ekkert um handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Vlado Stenzel er einn frægasti handboltaþjálfari sögunnar. vísir/getty Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur. Handbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur.
Handbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn