Segir að handboltanum sé stjórnað af fólki sem veit ekkert um handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Vlado Stenzel er einn frægasti handboltaþjálfari sögunnar. vísir/getty Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur. Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur.
Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira