Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:42 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira