Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:42 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira