Dýpt kreppu skoðuð í samanburði við rekstur Landspítala í X ár Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:45 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir nýtt haglíkan ráðsins gagnlegt til að rýna betur í gangverk hagkerfisins og geti auðveldað stjórnendum að taka eins upplýstar ákvarðanir og hægt er. „Þó að það sé nær ómögulegt að spá með nægilegri vissu um framvinduna næstu misseri er nauðsynlegt að gera sér í hugarlund hvernig hlutirnir þróast að gefnum ákveðnum forsendum,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands um nýtt haglíkan sem Viðskiptaráðið kynnir til sögunnar í dag undir yfirskriftinni „Haglíkan í skugga COVID-19.“ „Með þessu líkani getur hver sem er áttað sig betur á því hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur á efnahagslífið því þróun landsframleiðslu er ráðandi þáttur þegar kemur að kaupmætti launa, fasteignamarkaði, atvinnustigi, skatttekjum og svo mörgu öðru,“ segir Konráð. Að sögn Konráðs kom líkanið til af því að síðastliðna tvo mánuði hefur Viðskiptaráðið verið að velta fyrir sér stöðunni með því að búa til hinar ýmsu sviðsmyndir. Það sé erfitt viðfangs, kreppan verður sú dýpsta í áratugi og jafnvel aldir og erfitt sé fyrir söguleg gögn og haglíkön að fanga atburði og afleiðingar heimsfaraldursins. Það sem líkanið sýnir eru sviðsmyndir af þróun landsframleiðslu til ársins 2030. Notendur setja sjálfir inn raunbreytingar og geta þannig séð hvernig sviðsmynd breytist miðað við mismunandi rauntölur eða spár. „Við sjáum til dæmis að ef höggið verður mjög þungt og um 13% samdráttur landsframleiðslu eins og í þeirri sviðsmynd sem birtist þegar líkanið opnast, þá gætum við verið nokkurn tíma eða jafnvel átta ár að ná fyrra stigi verðmætasköpunar á mann, jafnvel þó að batinn verði í takt við sögulega hagþróun,“ segir Konráð og bætir við „Það endurspeglar líka að bæði dýpt niðursveiflunnar í ár og efnahagsbatinn þegar hann hefst mun hafa gríðarleg áhrif á niðurstöðuna ef við horfum lengra fram í tímann. Því skipta rétt viðbrögð á vinnumarkaði, í fyrirtækjum, hjá ríkinu og Seðlabankanum höfuðmáli.“ Haglíkanið má sjá hér. Konráð segir líkanið geta nýst vel fyrirtækjum sem nú reyna að vinna einhverjar áætlanir fram í tímann. Líkanið sé einnig gagnlegt til að rýna betur í gangverk hagkerfisins og geti auðveldað stjórnendum að taka eins upplýstar ákvarðanir og hægt er. ,,Það mun koma í ljós hvernig þetta nýtist og aldrei að vita nema við þróum þetta áfram, enda lítum við á þetta sem fyrstu tilraun,“ segir Konráð. Auðvelt að skilja niðurstöður Í niðurstöðum líkansins er uppsafnað tap borið saman við rekstur Landspítalans til X ára eða sem nemur öllum launum og tengdum gjöldum á Íslandi í X mánuði. Niðurstöður sýna líka hvaða ár fyrri landsframleiðslu á mann er náð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi og niðurstöður. »Til að sýna þetta má til dæmis gera ráð fyrir að ef höggið verður minna en í sviðsmyndinni sem birtist, eða um -7%, og batinn aðeins hraðari, um 4% hagvöxtur á ári, verður fyrri landsframleiðslu á mann náð árið 2024 í stað 2028 og uppsafnað tap nemur rekstri Landspítalans í 4 ár í stað 16 ára. »Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig niðurstöður breytast. Fyrri mynd sýnir -13% og seinni mynd - 7%. Þegar líkanið er opnað birtist sviðsmynd sem miðar13% samdrátt landsframleiðslu sem samsvarar rekstri Landspítalans í 16 ár og öllum launum og tengdum gjöldum á Íslandi í 9 mánuði.Vísir/Viðskiptaráð Hér hefur Konráð breytt forsendum þannig að samdráttur í landsframleiðslu er 7% en ekki 13% og hagvöxtur um 4%. Niðurstöðurnar breytast þá þannig að fyrri landsframleiðslu á mann verður náð árið 2024 í stað 2028 og uppsafnað tap landsframleiðslu nemur rekstri Landspítalans í 4 ár í stað 16 ára.Vísir/Viðskiptaráð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Landspítalinn Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Þó að það sé nær ómögulegt að spá með nægilegri vissu um framvinduna næstu misseri er nauðsynlegt að gera sér í hugarlund hvernig hlutirnir þróast að gefnum ákveðnum forsendum,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands um nýtt haglíkan sem Viðskiptaráðið kynnir til sögunnar í dag undir yfirskriftinni „Haglíkan í skugga COVID-19.“ „Með þessu líkani getur hver sem er áttað sig betur á því hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur á efnahagslífið því þróun landsframleiðslu er ráðandi þáttur þegar kemur að kaupmætti launa, fasteignamarkaði, atvinnustigi, skatttekjum og svo mörgu öðru,“ segir Konráð. Að sögn Konráðs kom líkanið til af því að síðastliðna tvo mánuði hefur Viðskiptaráðið verið að velta fyrir sér stöðunni með því að búa til hinar ýmsu sviðsmyndir. Það sé erfitt viðfangs, kreppan verður sú dýpsta í áratugi og jafnvel aldir og erfitt sé fyrir söguleg gögn og haglíkön að fanga atburði og afleiðingar heimsfaraldursins. Það sem líkanið sýnir eru sviðsmyndir af þróun landsframleiðslu til ársins 2030. Notendur setja sjálfir inn raunbreytingar og geta þannig séð hvernig sviðsmynd breytist miðað við mismunandi rauntölur eða spár. „Við sjáum til dæmis að ef höggið verður mjög þungt og um 13% samdráttur landsframleiðslu eins og í þeirri sviðsmynd sem birtist þegar líkanið opnast, þá gætum við verið nokkurn tíma eða jafnvel átta ár að ná fyrra stigi verðmætasköpunar á mann, jafnvel þó að batinn verði í takt við sögulega hagþróun,“ segir Konráð og bætir við „Það endurspeglar líka að bæði dýpt niðursveiflunnar í ár og efnahagsbatinn þegar hann hefst mun hafa gríðarleg áhrif á niðurstöðuna ef við horfum lengra fram í tímann. Því skipta rétt viðbrögð á vinnumarkaði, í fyrirtækjum, hjá ríkinu og Seðlabankanum höfuðmáli.“ Haglíkanið má sjá hér. Konráð segir líkanið geta nýst vel fyrirtækjum sem nú reyna að vinna einhverjar áætlanir fram í tímann. Líkanið sé einnig gagnlegt til að rýna betur í gangverk hagkerfisins og geti auðveldað stjórnendum að taka eins upplýstar ákvarðanir og hægt er. ,,Það mun koma í ljós hvernig þetta nýtist og aldrei að vita nema við þróum þetta áfram, enda lítum við á þetta sem fyrstu tilraun,“ segir Konráð. Auðvelt að skilja niðurstöður Í niðurstöðum líkansins er uppsafnað tap borið saman við rekstur Landspítalans til X ára eða sem nemur öllum launum og tengdum gjöldum á Íslandi í X mánuði. Niðurstöður sýna líka hvaða ár fyrri landsframleiðslu á mann er náð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi og niðurstöður. »Til að sýna þetta má til dæmis gera ráð fyrir að ef höggið verður minna en í sviðsmyndinni sem birtist, eða um -7%, og batinn aðeins hraðari, um 4% hagvöxtur á ári, verður fyrri landsframleiðslu á mann náð árið 2024 í stað 2028 og uppsafnað tap nemur rekstri Landspítalans í 4 ár í stað 16 ára. »Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig niðurstöður breytast. Fyrri mynd sýnir -13% og seinni mynd - 7%. Þegar líkanið er opnað birtist sviðsmynd sem miðar13% samdrátt landsframleiðslu sem samsvarar rekstri Landspítalans í 16 ár og öllum launum og tengdum gjöldum á Íslandi í 9 mánuði.Vísir/Viðskiptaráð Hér hefur Konráð breytt forsendum þannig að samdráttur í landsframleiðslu er 7% en ekki 13% og hagvöxtur um 4%. Niðurstöðurnar breytast þá þannig að fyrri landsframleiðslu á mann verður náð árið 2024 í stað 2028 og uppsafnað tap landsframleiðslu nemur rekstri Landspítalans í 4 ár í stað 16 ára.Vísir/Viðskiptaráð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Landspítalinn Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira