Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 11:45 Konungur Hollands, Vilhjálmur Alexander, ásamt Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, árið 2018. EPA Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu. Utanríkismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu.
Utanríkismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira