Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Hér sést forstjóri japanska sýnaglasa-framleiðandans afhenda DHL hraðsendingaþjónustu fyrstu sendinguna af sýnaglösum. Á sendingunni er íslenski fáninn og skilaboð um að nú gerum við okkar besta. Aðsend Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“ Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“
Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira