„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 12:51 Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira