„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 12:51 Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira