Hinsegin dagar fara fram en verða aðlagaðir að breyttum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 12:30 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson er formaður Hinsegin daga. Hann segir hátíðina verða haldna í ár þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur. Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur.
Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira