Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:03 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), á blaðamannafundi í Hvíta húsinu föstudaginn 17. apríl 2020. AP/Alex Brandon Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49