Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2020 12:49 Tvöföldun Reykjanesbrautar verður flýtt. Stöð 2/Einar Árnason. Hátt á fjórða hundruð ársverka verða til við auknar framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári samkvæmt aðgerðaráætlun stjórnvalda sem samþykkt var á Alþingi í gær. Sex og hálfur milljarður króna bætist við áður samþykkt framlög til málaflokksins. „Um er að ræða fjölbreyttar nýframkvæmdir í samgönguinnviðum sem undirbúningur er vel á veg kominn og hægt að ráðast í strax en einnig viðhaldsverkefni. Verkefnin eru um land allt og taka til allra samgöngugreina, þ.e. vega, flugvalla og hafna. Stærstur hluti fjárfestingarinnar er í vegakerfinu, nýframkvæmdir, breikkun einbreiðra brúa og gerð hringtorga auk viðhalds vega,“ segir í samantekt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þegar í ár verður 1.860 milljónum kr. varið í vegaframkvæmdir og hönnun þeirra. Þau verkefni sem ráðist verður í til viðbótar við gildandi fjárveitingar eru: Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun Borgarfjarðarvegur Snæfellsnesvegur um Skógarströnd Suðurlandsvegur, Bæjarháls–Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur, Fossvellir–Norðlingavað Hringvegur um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) Vesturlandsvegur, Langitangi–Hafravatnsvegur Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá Breiðholtsraut frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi (hönnun og undirbúningur) Breikkun Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd (hönnun og undirbúningur) Einum milljarði kr. verður veitt í að leggja bundið slitlag á tengivegi um allt land og einum milljarði til viðbótar í viðhald vega. Ráðuneytið segir betri tengivegi geta fækkað slysum, stytt ferðatíma og þeir skipti miklu máli fyrir þróun ferðamennsku. „Undirbúningur framkvæmda gæti skapað 30 ársverk í hátæknistörfum. Framkvæmdin skapar 190 ársverk hjá verktökum á framkvæmdatíma á öllum landsvæðum,“ segir í samantekt ráðuneytisins. Þá verði lagðar 200 milljónir kr. í framkvæmdir við hringtorg við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum, öll á Suðurlandi. Unnið að útýmingu einbreiðra brúa Á þessu ári fara 700 milljónir aukalega í átak til að fækka einbreiðum brúm á landinu sem skipta hundruðum en samkvæt upplýsingum frá Vegagerðinni voru 36 einbreiðar brýr á Hringvegi eitt, langflestar á suður- og suðausturlandi. Verulegur árangur hafi náðst í að fækka þeim því árið 1990 hafi verið 140 einbreiðar brýr á Hringvegi 1. Viðbótarframlagið sem Alþingi samþykkti í gær bætist við 3,3 milljarða sem þegar hafði verið ákveðið að setja í fækkun einbreiðra brúa á næstu tveimur árum. „Alls geta orðið til um 140 ársverk vegna framkvæmdanna (á þessu ári),“ segir í samantekt ráðuneytisins og verða því samtals til um 360 ársverk með aðgerðunum í heild. Eftirtaldar brýr verða breikkaðar í ár: Köldukvíslargil á Norðausturvegi Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi Botnsá í Tálknafirði Bjarnadalsá í Önundarfirði Núpsvötn Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannvegi Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss Stórum flugvalla og hafnaframkvæmdum flýtt Þá verða 750 milljónir kr. settar aukalega í auknar hafnarframkvæmdir á þessu ári. „Hafnir í Ólafsvík, Súðavík, Sandgerði og Þorlákshöfn verða dýpkaðar. Unnið verður í ýmsum grjótverkefnum á Bakkafirði, Sauðárkróki, í Njarðvík og Keflavík, ráðist í landfyllingu á Bíldudal og í stálþilsverkefni á Djúpavogi. Loks verður fjárfest í sjóvörnum á ýmsum stöðum vegna tjóns í óveðrum,“ segir í samantektinni. Áður hefur verið greint frá auknum framlögum til uppbyggingar flugvalla þar sem stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstöðum. Framkvæmdirnar á Akureyrarflugvelli miða að því að hægt verði að afgreiða innanlands- og millilandaflug samtímis og á Egilsstöðum að því að efla hlutverk flugvallarins sem varaflugvöllur. Þá verður einnig ráðist í framkvæmdir á Ísafjarðarflugvelli og Þórshafnarflugvelli. Fjögur hundruð milljónum verður bætt í ljósleiðaravæðingu á vegum verkefnisins Ísland ljóstengt. „Markmiðið er sem fyrr að nær öll heimili og fyrirtæki í dreifbýli hafi aðgang að ljósleiðaratengingu og að því verkefni ljúki árið 2021,“ segir í samantekt ráðuneytisns. Þá verði 150 milljónum ráðstafað til samstarfs fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar um uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða og 100 milljónir bætist við það verkefni á næsta ári. Þá verða framlög til sóknaráætlunar landshluta aukin um 200 milljónir á þessu ári sem ætluð eru til ráðstöfunar verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á áherslum heimamanna. Byggðastofnun fær einnig 100 milljóna aukaframlag í verkefnið brothættar byggðir. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika 1. apríl 2020 12:37 Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 31. mars 2020 17:23 Stjórnarandstaðan segir slegið á útrétta hönd hennar Stjórnarandstaðan segir stjórnarflokkana slá á útrétta hönd hennar með því að fella allar hennar tillögur. Atvinnuleysi og samdráttur í samfélaginu verði mun meiri en stjórnarflokkarnir geri ráð fyrir. 31. mars 2020 11:50 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Hátt á fjórða hundruð ársverka verða til við auknar framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári samkvæmt aðgerðaráætlun stjórnvalda sem samþykkt var á Alþingi í gær. Sex og hálfur milljarður króna bætist við áður samþykkt framlög til málaflokksins. „Um er að ræða fjölbreyttar nýframkvæmdir í samgönguinnviðum sem undirbúningur er vel á veg kominn og hægt að ráðast í strax en einnig viðhaldsverkefni. Verkefnin eru um land allt og taka til allra samgöngugreina, þ.e. vega, flugvalla og hafna. Stærstur hluti fjárfestingarinnar er í vegakerfinu, nýframkvæmdir, breikkun einbreiðra brúa og gerð hringtorga auk viðhalds vega,“ segir í samantekt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þegar í ár verður 1.860 milljónum kr. varið í vegaframkvæmdir og hönnun þeirra. Þau verkefni sem ráðist verður í til viðbótar við gildandi fjárveitingar eru: Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun Borgarfjarðarvegur Snæfellsnesvegur um Skógarströnd Suðurlandsvegur, Bæjarháls–Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur, Fossvellir–Norðlingavað Hringvegur um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) Vesturlandsvegur, Langitangi–Hafravatnsvegur Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá Breiðholtsraut frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi (hönnun og undirbúningur) Breikkun Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd (hönnun og undirbúningur) Einum milljarði kr. verður veitt í að leggja bundið slitlag á tengivegi um allt land og einum milljarði til viðbótar í viðhald vega. Ráðuneytið segir betri tengivegi geta fækkað slysum, stytt ferðatíma og þeir skipti miklu máli fyrir þróun ferðamennsku. „Undirbúningur framkvæmda gæti skapað 30 ársverk í hátæknistörfum. Framkvæmdin skapar 190 ársverk hjá verktökum á framkvæmdatíma á öllum landsvæðum,“ segir í samantekt ráðuneytisins. Þá verði lagðar 200 milljónir kr. í framkvæmdir við hringtorg við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum, öll á Suðurlandi. Unnið að útýmingu einbreiðra brúa Á þessu ári fara 700 milljónir aukalega í átak til að fækka einbreiðum brúm á landinu sem skipta hundruðum en samkvæt upplýsingum frá Vegagerðinni voru 36 einbreiðar brýr á Hringvegi eitt, langflestar á suður- og suðausturlandi. Verulegur árangur hafi náðst í að fækka þeim því árið 1990 hafi verið 140 einbreiðar brýr á Hringvegi 1. Viðbótarframlagið sem Alþingi samþykkti í gær bætist við 3,3 milljarða sem þegar hafði verið ákveðið að setja í fækkun einbreiðra brúa á næstu tveimur árum. „Alls geta orðið til um 140 ársverk vegna framkvæmdanna (á þessu ári),“ segir í samantekt ráðuneytisins og verða því samtals til um 360 ársverk með aðgerðunum í heild. Eftirtaldar brýr verða breikkaðar í ár: Köldukvíslargil á Norðausturvegi Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi Botnsá í Tálknafirði Bjarnadalsá í Önundarfirði Núpsvötn Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannvegi Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss Stórum flugvalla og hafnaframkvæmdum flýtt Þá verða 750 milljónir kr. settar aukalega í auknar hafnarframkvæmdir á þessu ári. „Hafnir í Ólafsvík, Súðavík, Sandgerði og Þorlákshöfn verða dýpkaðar. Unnið verður í ýmsum grjótverkefnum á Bakkafirði, Sauðárkróki, í Njarðvík og Keflavík, ráðist í landfyllingu á Bíldudal og í stálþilsverkefni á Djúpavogi. Loks verður fjárfest í sjóvörnum á ýmsum stöðum vegna tjóns í óveðrum,“ segir í samantektinni. Áður hefur verið greint frá auknum framlögum til uppbyggingar flugvalla þar sem stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstöðum. Framkvæmdirnar á Akureyrarflugvelli miða að því að hægt verði að afgreiða innanlands- og millilandaflug samtímis og á Egilsstöðum að því að efla hlutverk flugvallarins sem varaflugvöllur. Þá verður einnig ráðist í framkvæmdir á Ísafjarðarflugvelli og Þórshafnarflugvelli. Fjögur hundruð milljónum verður bætt í ljósleiðaravæðingu á vegum verkefnisins Ísland ljóstengt. „Markmiðið er sem fyrr að nær öll heimili og fyrirtæki í dreifbýli hafi aðgang að ljósleiðaratengingu og að því verkefni ljúki árið 2021,“ segir í samantekt ráðuneytisns. Þá verði 150 milljónum ráðstafað til samstarfs fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar um uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða og 100 milljónir bætist við það verkefni á næsta ári. Þá verða framlög til sóknaráætlunar landshluta aukin um 200 milljónir á þessu ári sem ætluð eru til ráðstöfunar verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á áherslum heimamanna. Byggðastofnun fær einnig 100 milljóna aukaframlag í verkefnið brothættar byggðir.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika 1. apríl 2020 12:37 Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 31. mars 2020 17:23 Stjórnarandstaðan segir slegið á útrétta hönd hennar Stjórnarandstaðan segir stjórnarflokkana slá á útrétta hönd hennar með því að fella allar hennar tillögur. Atvinnuleysi og samdráttur í samfélaginu verði mun meiri en stjórnarflokkarnir geri ráð fyrir. 31. mars 2020 11:50 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika 1. apríl 2020 12:37
Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 31. mars 2020 17:23
Stjórnarandstaðan segir slegið á útrétta hönd hennar Stjórnarandstaðan segir stjórnarflokkana slá á útrétta hönd hennar með því að fella allar hennar tillögur. Atvinnuleysi og samdráttur í samfélaginu verði mun meiri en stjórnarflokkarnir geri ráð fyrir. 31. mars 2020 11:50