Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 23:15 Verkefnum lögreglu hefur fækkað en útköllin eru tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Vísir/Jóhann K. Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira