Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en Eyjamenn töpuðu mest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 12:00 Frá leik KR og FH í Pepsi Max deildinni siðasta sumar. Vísir/Daníel Til að standast leyfiskerfi KSÍ þá þurftu liðin í Pepsi Max deild karla að setja ársreikninga sína inn á heimasíðu félagsins. ÍA var eina félagið sem var ekki búið að birta ársreikning sinn í morgun en sex af hinum ellefu liðum deildarinnar 2020 voru tekin með tapi á síðustu leiktíð. Skylda að birta ársreikningana Liðin í Pespi Max deild karla í fótbolta þurfa að birta ársreikninga síðasta árs opinberlega til að fá þátttökuleyfi í deildinni í sumar.Samkvæmt frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands þá verða leyfisumsækjendur að birta ársreikninga sína fyrir árið 2019 eigi síðar en 31. mars, sem var í gær. Gerð er krafa um að reikningar sem birtir eru séu endurskoðaðir ársreikningar sem skilað var inn í leyfisferlinu. Nánar tiltekið skulu þeir að lágmarki samanstanda af áritun endurskoðanda, skýrslu stjórnar knattspyrnudeildar, rekstarreikningi, efnahagsreikningi og skýringum. Vísir leitaði á heimasíðum félaganna tólf sem skipa Pepsi Max deild karla 2020 og fann á endanum ársreikninga tíu af tólf félögum eða allra félaga deildanna nema Val og ÍA. Valur bætti síðan úr því í morgun og setti sinn ársreikning inn. Kópavogsfélögin gerðu vel Kópavogsfélögin HK og Breiðablik voru bæði rekin vel en þau skiluðu bæði fínum hagnaði. HK hagnaðist um 14,3 milljónir en Breiðablik um 11,4 milljónir. Íslandsmeistarar KR ráku líka knattspyrnudeildina sína með hagnaði á Íslandsmeistaraári sínu. FH-ingar eru aftur á móti í algjörum sérflokki þegar kemur að knattspyrnudeildunum sem reknar voru með tapi og spila í Pepsi Max deildinni sumarið 2020. FH tapaði 23,7 milljónum á síðasta rekstrarári og hafði tapað 17,2 milljónum árið á undan. KA og Stjarnan eru síðan með næstmesta tapið þar sem Akureyringar ráku sína deild með aðeins meira tapi en Garðbæingar. Hagnaðurinn minnkaði um 68 milljónir Valsmenn högnuðust um 84,67 milljónir árið 2018 en hagnaðurinn fór niður í 15,9 milljónir á síðasta ári sem er engu að síður mesti hagnaðurinn hjá öllum þeim liðum sem skipa Pepsi Max deildina í sumar. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi deildinni síðasta haust og það var mikill munur á rekstri þeirra. Grindvíkingar skiluðu 1,67 milljóna hagnaði á sinni knattspyrnudeild en Eyjamemnn töpuðu 27,87 milljónum á rekstrarárinu 2019 eða meira en öll liðin í Pepsi Max deildinni sumarið 2019. Það er misjafnt hvernig rekstri knattspyrnudeildanna er háttað því hjá sumum eru meistaraflokkarnir sér en hjá öðrum eru rekstur yngri flokka innifalinn. Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöðuna í ársreikningum félaganna fyrir árið 2019 fyrir utan ÍA sem var ekki búið að setja sinn ársreikning inn. Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni) Hér fyrir neðan má sjá tengil á ársreikninga félaganna fyrir 2019: Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf Pepsi Max-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Til að standast leyfiskerfi KSÍ þá þurftu liðin í Pepsi Max deild karla að setja ársreikninga sína inn á heimasíðu félagsins. ÍA var eina félagið sem var ekki búið að birta ársreikning sinn í morgun en sex af hinum ellefu liðum deildarinnar 2020 voru tekin með tapi á síðustu leiktíð. Skylda að birta ársreikningana Liðin í Pespi Max deild karla í fótbolta þurfa að birta ársreikninga síðasta árs opinberlega til að fá þátttökuleyfi í deildinni í sumar.Samkvæmt frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands þá verða leyfisumsækjendur að birta ársreikninga sína fyrir árið 2019 eigi síðar en 31. mars, sem var í gær. Gerð er krafa um að reikningar sem birtir eru séu endurskoðaðir ársreikningar sem skilað var inn í leyfisferlinu. Nánar tiltekið skulu þeir að lágmarki samanstanda af áritun endurskoðanda, skýrslu stjórnar knattspyrnudeildar, rekstarreikningi, efnahagsreikningi og skýringum. Vísir leitaði á heimasíðum félaganna tólf sem skipa Pepsi Max deild karla 2020 og fann á endanum ársreikninga tíu af tólf félögum eða allra félaga deildanna nema Val og ÍA. Valur bætti síðan úr því í morgun og setti sinn ársreikning inn. Kópavogsfélögin gerðu vel Kópavogsfélögin HK og Breiðablik voru bæði rekin vel en þau skiluðu bæði fínum hagnaði. HK hagnaðist um 14,3 milljónir en Breiðablik um 11,4 milljónir. Íslandsmeistarar KR ráku líka knattspyrnudeildina sína með hagnaði á Íslandsmeistaraári sínu. FH-ingar eru aftur á móti í algjörum sérflokki þegar kemur að knattspyrnudeildunum sem reknar voru með tapi og spila í Pepsi Max deildinni sumarið 2020. FH tapaði 23,7 milljónum á síðasta rekstrarári og hafði tapað 17,2 milljónum árið á undan. KA og Stjarnan eru síðan með næstmesta tapið þar sem Akureyringar ráku sína deild með aðeins meira tapi en Garðbæingar. Hagnaðurinn minnkaði um 68 milljónir Valsmenn högnuðust um 84,67 milljónir árið 2018 en hagnaðurinn fór niður í 15,9 milljónir á síðasta ári sem er engu að síður mesti hagnaðurinn hjá öllum þeim liðum sem skipa Pepsi Max deildina í sumar. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi deildinni síðasta haust og það var mikill munur á rekstri þeirra. Grindvíkingar skiluðu 1,67 milljóna hagnaði á sinni knattspyrnudeild en Eyjamemnn töpuðu 27,87 milljónum á rekstrarárinu 2019 eða meira en öll liðin í Pepsi Max deildinni sumarið 2019. Það er misjafnt hvernig rekstri knattspyrnudeildanna er háttað því hjá sumum eru meistaraflokkarnir sér en hjá öðrum eru rekstur yngri flokka innifalinn. Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöðuna í ársreikningum félaganna fyrir árið 2019 fyrir utan ÍA sem var ekki búið að setja sinn ársreikning inn. Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni) Hér fyrir neðan má sjá tengil á ársreikninga félaganna fyrir 2019: Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf
Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni)
Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf
Pepsi Max-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira