Hleypur 310 km fyrir Þór/KA og Hamrana: „Alveg nógu þrjóskur til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 23:00 Þór/KA á dyggan bakhjarl í Haraldi Ingólfssyni. VÍSIIR/BÁRA Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira