Segir að það sé ekki slæmt fyrir landsliðið að leikmenn séu að koma heim og spila Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira