Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 19:20 Ríkisstjórnin segir aðgerðapakkan sem kynntur var í dag kosta um 60 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10