ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 18:10 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Egill Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28
Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12