Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 16:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, veitti viðbrögð eftir kynningarfund stjórnvalda í dag. Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þar sé margt gott að finna en þó ekki nóg gert til að mæta tekjufalli heimilanna. Þó svo að upphæðirnar sem um ræðir séu „ekkert sérstaklega miklar“ þá hjálpi allt eitthvað. Aðgerðirnar sem kynntar voru nú síðdegis voru í 12 liðum og má nálgast nánari útlistun á þeim hérna. Þar á meðal voru fyrirheit um lokunarstyrki og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, auk ýmissa félagslegra aðgerða. Fjármálaráðherra áætlaði að heildarkostnaðurinn við þennan seinni aðgerðapakka nemi um 60 milljörðum króna en að fleiri aðgerðir séu væntanlegar. Forsætisráðherra treysti sér þó ekki til að áætla hvenær þeirra sé að vænta. Vantar stærri skref Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk eins og aðrir þingmenn kynningu á aðgerðunum fyrr í dag. Hún segir að þar séu ekki nógu stór skref stigin. Hún og flokkssystkin hennar hafi þannig áhyggjur af því að tekjumissir heimilanna í faraldrinum sé óbættur. Samfylkingin hafi í því samhengi lagt til að hækka atvinnuleysisbætur sem sé mikilvægt til að draga úr ójöfnuði að sögn Helgu Völu. Vissulega sé mikilvægt að tryggja atvinnu, sem hefur verið eitt af leiðarljósum stjórnvalda í þessu ferli, en það þurfi „að hugsa um hitt líka,“ segir Helga Vala. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu síðari aðgerðapakka stjórnvalda vegna faraldursins nú síðdegis.Vísir/vilhelm Þó sé ýmislegt ágætt í tillögum stjórnvalda að finna, til að mynda aukinn stuðningur við listafólk. Í aðgerðapakkanum sem kynntur var áðan kemur fram að til standi að auka framlög til listamannalauna sem nemur rúmlega 600 mánuðum. Vildi bætur fyrir námsmenn Hins vegar segir Helga Vala miður að stjórnvöld hafi ekki „verið tilbúin til að setja námsmenn á atvinnuleysisbætur.“ Í könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem kynnt var á dögunum, kom fram að um 40 prósent háskólanema hafi ekki orðið sér úti um sumarstarf. Þess í stað verður rúmlega 2 milljörðum varið í að skapa sumarstörf fyrir þennan hóp. Þá verður 300 milljónum veitt til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verður 800 milljónum króna varið í að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Þó Helga Vala segist fagna stuðningi við fjölmiðla setur hún spurningarmerki við að 350 milljónir verði settar í þann stuðning. Í tengslum við fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hafi ætíð verið rætt um að stuðningurinn yrði 400 milljónir króna, sem þingið samþykkti. Helga Vala slær þó þann varnagla að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig úrræðin gagnist þessum hópum og fyrirtækjunum, sem séu jafn mörg og þau eru mismunandi. „Fjárhæðirnar eru ekkert sérstaklega miklar,“ segir Helga Vala. „En auðvitað hjálpar allt eitthvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þar sé margt gott að finna en þó ekki nóg gert til að mæta tekjufalli heimilanna. Þó svo að upphæðirnar sem um ræðir séu „ekkert sérstaklega miklar“ þá hjálpi allt eitthvað. Aðgerðirnar sem kynntar voru nú síðdegis voru í 12 liðum og má nálgast nánari útlistun á þeim hérna. Þar á meðal voru fyrirheit um lokunarstyrki og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, auk ýmissa félagslegra aðgerða. Fjármálaráðherra áætlaði að heildarkostnaðurinn við þennan seinni aðgerðapakka nemi um 60 milljörðum króna en að fleiri aðgerðir séu væntanlegar. Forsætisráðherra treysti sér þó ekki til að áætla hvenær þeirra sé að vænta. Vantar stærri skref Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk eins og aðrir þingmenn kynningu á aðgerðunum fyrr í dag. Hún segir að þar séu ekki nógu stór skref stigin. Hún og flokkssystkin hennar hafi þannig áhyggjur af því að tekjumissir heimilanna í faraldrinum sé óbættur. Samfylkingin hafi í því samhengi lagt til að hækka atvinnuleysisbætur sem sé mikilvægt til að draga úr ójöfnuði að sögn Helgu Völu. Vissulega sé mikilvægt að tryggja atvinnu, sem hefur verið eitt af leiðarljósum stjórnvalda í þessu ferli, en það þurfi „að hugsa um hitt líka,“ segir Helga Vala. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu síðari aðgerðapakka stjórnvalda vegna faraldursins nú síðdegis.Vísir/vilhelm Þó sé ýmislegt ágætt í tillögum stjórnvalda að finna, til að mynda aukinn stuðningur við listafólk. Í aðgerðapakkanum sem kynntur var áðan kemur fram að til standi að auka framlög til listamannalauna sem nemur rúmlega 600 mánuðum. Vildi bætur fyrir námsmenn Hins vegar segir Helga Vala miður að stjórnvöld hafi ekki „verið tilbúin til að setja námsmenn á atvinnuleysisbætur.“ Í könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem kynnt var á dögunum, kom fram að um 40 prósent háskólanema hafi ekki orðið sér úti um sumarstarf. Þess í stað verður rúmlega 2 milljörðum varið í að skapa sumarstörf fyrir þennan hóp. Þá verður 300 milljónum veitt til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verður 800 milljónum króna varið í að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Þó Helga Vala segist fagna stuðningi við fjölmiðla setur hún spurningarmerki við að 350 milljónir verði settar í þann stuðning. Í tengslum við fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hafi ætíð verið rætt um að stuðningurinn yrði 400 milljónir króna, sem þingið samþykkti. Helga Vala slær þó þann varnagla að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig úrræðin gagnist þessum hópum og fyrirtækjunum, sem séu jafn mörg og þau eru mismunandi. „Fjárhæðirnar eru ekkert sérstaklega miklar,“ segir Helga Vala. „En auðvitað hjálpar allt eitthvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira