Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 20:00 Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent