Skattalækkanir í góðæri baki vandræði í framtíðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 12:29 Það var heillaspor að íslenska ríkið hafi nýtt svigrúm góðærisins til að greiða niður skuldir að sögn hagfræðiprófessors. Vísir/vilhelm Kórónuveirufaraldurinn og meðfylgjandi þrengingar í efnahagsmálum sýna fram á mikilvægi þess að huga að mögru árunum þegar góðæri ríkja, að mati hagfræðiprófessors. Þau sem tali fyrir skattalækkunum og að ríkið afsali sér tekjum í uppsveiflu séu þannig að baka sér vandræði í framtíðinni. Viðskiptaráð sendi í morgun frá sér samantekt á skattabreytingum sem íslenska ríkið hefur innleitt frá árinu 2008. Þær eru alls 313 talsins og þar af voru 77, eða tæplega fjórðungur, til lækkunar. „Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun bætast að jafnaði þrjár til hækkunar,“ eins og segir í úttektinni. Þannig hafi skattahækkanir verið fleiri en lækkanir á hverju ári frá árinu 2007. Flestar skattahækkanir á síðasta ári voru t.a.m. vegna krónutölugjalda að sögn Viðskiptaráðs, en þau hækkuðu flest sem nemur verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands (2,5%). Sem dæmi um krónutölugjöld sem hækkuðu má nefna kolefnisgjald, útvarpsgjald og gjöld á áfengi og tóbak. Viðskiptaráð segist ekki hafa mikla trú á því að íslenska ríkið hverfi af þessari braut og að fáar breytingar verði því á „stöðu Íslands með næsthæstu skattbyrði (að undanskildum almannatryggingum) OECD ríkja,“ eins og segir í úttekt ráðsins. Tíminn nýttur til að lækka skuldir Það hefði þó verið glapræði af íslenska ríkinu að ráðast í stórtækar skattalækkanir á undanförnum árum, ef marka má Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor. Þess í stað hafi ríkissjóður varið skatttekjum sínum í að niðurgreiða skuldir sem hafi komið sér vel, nú þegar syrt hefur í efnahagsálinn. Skuldahali ríkissjóðs hefur styst umtalsvert frá bankahruninu 2008. Skuldir hins opinbera námu þannig 110 prósentum af vergri landsframleiðslu í ársbyrjun 2010. Staðan hefur hins vegar batnað nokkuð síðan þá. Þannig námu beinar peningalegar skuldir ríkissjóðs rétt rúmum 30 prósentum af landsframleiðslu undir lok síðasta árs en að frádregnum peningalegum eignum var hlutfallið 21 prósent. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka er staða Íslands í þessum efnum nú hófleg í alþjóðlegum samanburði, auk þess sem „gjaldeyrisforði Seðlabankans er býsna myndarlegur þessa dagana.“ Í lok febrúar síðastliðins átti Seðlabankinn að jafnvirði um 855 milljarða króna í hirslum sínum, sem samsvarar ríflega 28 prósentum af vergri landsframleiðslu. Niðurstaða greiningardeildarinnar í upphafi faraldursins var því sú að burðir hins opinbera til að takast á við kórónuveiruskellinn væru verulegir eftir ráðdeild síðustu ára. „Sá lærdómur sem dreginn var af óförum síðasta áratugar og sú ráðdeild sem heimili, fyrirtæki og hið opinbera hafa sýnt mun þó reynast okkur afar dýrmætt veganesti inn í þessa erfiðleika og að mati okkar létta róðurinn umtalsvert við að takast á við þá og koma hjólum hagkerfisins á góðan snúning á nýjan leik í kjölfarið.“ „Búa til vandræði“ með skattalækkunum Fyrrnefndur Þórólfur tók í svipaðan streng í Bítinu í morgun. „Það er nákvæmlega það sem hugmyndir hagfræðinga hafa alltaf gengið út á,“ segir Þórólfur. „Að nota tímann þegar góðæri eru til þess að safna gjaldeyrisforða og geta tekist á við skellina þegar þeir koma.“ Ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum hafi þannig aukið svigrúmið til að takast á við núverandi þrengingar. „Þegar að menn rjúka í miklar skattalækkanir og gefa eftir tekjur ríkissjóðs þegar vel gengur þá eru menn búa til vandræði þegar illa bjátar í framtíðinni,“ segir Þórólfur. „Þannig að þetta er vissulega eitthvað sem að menn þurfa að muna inn í framtíðina.“ Aðspurður um hvernig Íslendingum muni takast að komast upp úr niðursveiflunni segir Þórólfur að árangurinn sé ekki alfarið í höndum landsmanna. Hagkerfið sé að stórum hluta þjónustudrifið í gegnum ferðamannaiðnaðinn, viðsnúningurinn ráðist því að miklu leyti af því hvernig Íslandi mun takast að lokka til sín ferðamennina aftur. Viðtalið við Þórólf má nálgast hér að ofan. Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn og meðfylgjandi þrengingar í efnahagsmálum sýna fram á mikilvægi þess að huga að mögru árunum þegar góðæri ríkja, að mati hagfræðiprófessors. Þau sem tali fyrir skattalækkunum og að ríkið afsali sér tekjum í uppsveiflu séu þannig að baka sér vandræði í framtíðinni. Viðskiptaráð sendi í morgun frá sér samantekt á skattabreytingum sem íslenska ríkið hefur innleitt frá árinu 2008. Þær eru alls 313 talsins og þar af voru 77, eða tæplega fjórðungur, til lækkunar. „Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun bætast að jafnaði þrjár til hækkunar,“ eins og segir í úttektinni. Þannig hafi skattahækkanir verið fleiri en lækkanir á hverju ári frá árinu 2007. Flestar skattahækkanir á síðasta ári voru t.a.m. vegna krónutölugjalda að sögn Viðskiptaráðs, en þau hækkuðu flest sem nemur verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands (2,5%). Sem dæmi um krónutölugjöld sem hækkuðu má nefna kolefnisgjald, útvarpsgjald og gjöld á áfengi og tóbak. Viðskiptaráð segist ekki hafa mikla trú á því að íslenska ríkið hverfi af þessari braut og að fáar breytingar verði því á „stöðu Íslands með næsthæstu skattbyrði (að undanskildum almannatryggingum) OECD ríkja,“ eins og segir í úttekt ráðsins. Tíminn nýttur til að lækka skuldir Það hefði þó verið glapræði af íslenska ríkinu að ráðast í stórtækar skattalækkanir á undanförnum árum, ef marka má Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor. Þess í stað hafi ríkissjóður varið skatttekjum sínum í að niðurgreiða skuldir sem hafi komið sér vel, nú þegar syrt hefur í efnahagsálinn. Skuldahali ríkissjóðs hefur styst umtalsvert frá bankahruninu 2008. Skuldir hins opinbera námu þannig 110 prósentum af vergri landsframleiðslu í ársbyrjun 2010. Staðan hefur hins vegar batnað nokkuð síðan þá. Þannig námu beinar peningalegar skuldir ríkissjóðs rétt rúmum 30 prósentum af landsframleiðslu undir lok síðasta árs en að frádregnum peningalegum eignum var hlutfallið 21 prósent. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka er staða Íslands í þessum efnum nú hófleg í alþjóðlegum samanburði, auk þess sem „gjaldeyrisforði Seðlabankans er býsna myndarlegur þessa dagana.“ Í lok febrúar síðastliðins átti Seðlabankinn að jafnvirði um 855 milljarða króna í hirslum sínum, sem samsvarar ríflega 28 prósentum af vergri landsframleiðslu. Niðurstaða greiningardeildarinnar í upphafi faraldursins var því sú að burðir hins opinbera til að takast á við kórónuveiruskellinn væru verulegir eftir ráðdeild síðustu ára. „Sá lærdómur sem dreginn var af óförum síðasta áratugar og sú ráðdeild sem heimili, fyrirtæki og hið opinbera hafa sýnt mun þó reynast okkur afar dýrmætt veganesti inn í þessa erfiðleika og að mati okkar létta róðurinn umtalsvert við að takast á við þá og koma hjólum hagkerfisins á góðan snúning á nýjan leik í kjölfarið.“ „Búa til vandræði“ með skattalækkunum Fyrrnefndur Þórólfur tók í svipaðan streng í Bítinu í morgun. „Það er nákvæmlega það sem hugmyndir hagfræðinga hafa alltaf gengið út á,“ segir Þórólfur. „Að nota tímann þegar góðæri eru til þess að safna gjaldeyrisforða og geta tekist á við skellina þegar þeir koma.“ Ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum hafi þannig aukið svigrúmið til að takast á við núverandi þrengingar. „Þegar að menn rjúka í miklar skattalækkanir og gefa eftir tekjur ríkissjóðs þegar vel gengur þá eru menn búa til vandræði þegar illa bjátar í framtíðinni,“ segir Þórólfur. „Þannig að þetta er vissulega eitthvað sem að menn þurfa að muna inn í framtíðina.“ Aðspurður um hvernig Íslendingum muni takast að komast upp úr niðursveiflunni segir Þórólfur að árangurinn sé ekki alfarið í höndum landsmanna. Hagkerfið sé að stórum hluta þjónustudrifið í gegnum ferðamannaiðnaðinn, viðsnúningurinn ráðist því að miklu leyti af því hvernig Íslandi mun takast að lokka til sín ferðamennina aftur. Viðtalið við Þórólf má nálgast hér að ofan.
Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira