Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 12:37 Damir hefur leikið með Breiðabliki síðan 2014. vísir/bára Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira