Sýrlenskir flóttamenn lýsa þungum áhyggjum af kórónuveirunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2020 20:00 Staðan í búðunum er svört nú þegar en verður hreinlega hamfarakennd ef kórónuveiran berst þangað. EPA/AREF WATAD Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“ Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“
Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44
Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent