Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 09:15 Rætt var við Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í morgunþættinum Bítinu. Vísir/egill Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira