Opið bréf til Katrínar, Bjarna og Sigurðar! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 13:15 Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun