Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:18 Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lagt í sameiningu fram fjórar breytingatillögur við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira