„Force majeure-klásúla“ óvænt komin inn í skilmála Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2020 11:35 Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir að fyrir liggi fjöldi erinda þar á borði frá óánægðum viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna sem eiga fullt í fangi með að losa sig frá áskrift þó líkamsræktarstöðvarnar séu lokaðar. visir/vilhelm Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu. Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu.
Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira